Óspillt náttúra innan seilingar
Dönsk hönnun og lausnir
Skólar og leikskólar í göngufjarlægð
Stutt í íþrótta- og útivistarsvæði
Staðarborg
Barnvænt hverfi í nágrenni við höfuðborgarsvæðið
Grænabyggð er nýtt og fjölskylduvænt hverfi við sjávarsíðuna í nálægð við höfuðborgarsvæðið. Hverfið er tengt núverandi Vogabyggð og því stutt í alla helstu þjónustu.
Gert er ráð fyrir að Grænabyggð verði um 1500 manna hverfi og er heildarfjöldi íbúða sem áformað er að reisa á svæðinu um 800 á 10 ára tímabili.
Leikskóla- og skólamálum er mjög vel sinnt í sveitarfélaginu og hafa börn verið að fá inn á leikskóla við 12 mánaða aldur. Þá stendur til að stækka núverandi skóla og reisa nýjan leikskóla í Grænubyggð samhliða stækkun hverfisins. Verslunar- og þjónustuaðilar frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal Krónan, eru nú þegar farnir að þjónusta íbúa sveitarfélagsins.
Grænabyggð er vel staðsett fyrir þá sem vilja rólegt og fjölskylduvænt umhverfi. Stutt er í óspillta náttúru, fallegar gönguleiðir og allir möguleikar til fjölbreyttrar útivistar og tómstunda. Þá má ekki gleyma Kálfatjarnarvelli sem er glæsilegur níu holu golfvöllur með fyrirmyndaraðstöðu fyrir kylfinginn.
MYndir
Hér fyrir neðan eru myndir úr þessari fallegu eign sem er tilbúin til afhendingar, og gefa ykkur skýra og nákvæma mynd af því hvernig eignin lítur út.
Hverfisskipulag
Sjón er sögu ríkari
Í sveitarfélaginu heldur Íþróttafélagið Þróttur uppi öflugri starfsemi fyrir alla aldurshópa á svæðinu. Þar er hægt að stunda knattspyrnu, júdó, sund auk annarra íþrótta. Í íþróttamiðstöð félagsins er yfirbyggður íþróttasalur þá eru knattspyrnuvellir við miðstöðina auk útisundlaugar með heitum pottum og vaðlaug.
Uppbygging svæðisins er til 10 ára samkvæmt samkomulagi við Sveitarfélagið Voga. Með því að dreifa byggingartíma yfir 10 ár, er tryggt að uppbygging og stækkun gerist í hægum og öruggum skrefum og að nauðsynleg uppbygging innviða geti átt sér stað samhliða. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi og samráði við Sveitarfélagið Voga með það að markmiði að byggja fjölskylduvænt hverfi á einstökum stað.
Staðsetning
Barnvænt hverfi í nágrenni við höfuðborgarsvæðið
Grænabyggð er mitt á milli tveggja stærstu atvinnukjarna landsins. Í aðra áttina er höfuðborgarsvæðið í aðeins um 15 mínútna akstursfjarlægð og í hina er Keflavíkurflugvöllur í svipaðri fjarlægð, en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun starfa í tengslum við flugvöllinn á komandi árum. Þá eru fjölmörg störf tengd ferðaþjónustu á svæðinu og má til dæmis nefna Bláa Lónið í því samhengi.